top of page
IMG_0855.jpeg

Hvernig getum við
þjónustað þig?

Manar ehf. vilja þjónusta þig eftir þínum þörfum. Ræstingarþjónusta fyrir fyrirtæki og húsfélög. Fáðu ráðgjöf hjá okkur og við setjum saman þá þjónustuþætti sem hentar þínu fyrirtæki eða húsfélagi.  

Handshake

Viðskiptavinir okkar

Húsfélagið í Asparfelli hefur verið með húsvarðaþjónustu hjá Mánum ehf. síðan í nóvember 2021.  Bæði stjórn og íbúar eru mjög ánægð með þá þjónustu sem við fáum, og okkar þjónustustjóri kynnti sér vel aðstæður og þarfir íbúanna áður en þjónustan byrjaði.  Öll samskipti eru til fyrirmyndar og alltaf er leitað lausna sem henta báðum aðilum.  Það er augljós áhugi hjá Mánum ehf til að skila góðu verki, og þeirra störf eru unnin af trúmennsku og dugnaði.  Húsfélagið fékk einnig ræstingaþjónustu hjá Mánum ehf. tímabundið, á meðan okkar ræsting var í fríi.  Sama var uppi á teningnum þar, störfin vel unnin og jákvæðni starfsfólks einkennandi.  Mánar ehf. fá hiklaust okkar bestu meðmæli, þau veita góða og trausta þjónustu, og er frábær valkostur fyrir húsfélag eins og okkar.

Birgitta Bóasdóttir

 Formaður húsfélags

Um okkur

Mánar EHF starfsfólk
Hvítt án bakgrunn _rétt_ copy.png

​Mánar ehf. er öflugt þjónustufyrirtæki  sem sér um dagleg þrif fyrir fyrirtæki, húsfélög og stofnanir ásamt ýmsum öðrum þjónustu þáttum. 

 

Við leggjum okkur fram að vera í fremsta flokki í þjónustu og gæðum og stöndum stolt við gildið okkar "Þjónusta alla leið". 
Hjá Mánum starfar fjölbreyttur og samheldin hópur við fjölbreytt verkefni og stækkar ört í hópnum.

Fólk er fólk, sama af hvaða uppruna það er og komum við fram við alla eins og við viljum að komið sé fram við okkur.  Við nýtum okkur aldrei starfsmannaleigur og er því allt okkar fólk starfsmenn Mána.  Við leggjum okkur fram við að skapa starfsmönnum okkar gott umhverfi að starfa í.

Blurred Busines People

Teymið okkar

Hjá Mánum starfar fjölbreyttur og samheldin hópur við fjölbreytt verkefni og stækkar ört í hópnum.

bottom of page