Sótthreinsun og sýkingavarnir
Mánar bjóða upp á sótthreinsun fyrir fyrirtæki, húsfélög og einstaklinga. Þjónustuna má bæði nýta sem fyrirbyggjandi aðgerð og eins ef grunur eða staðfesting er á að smitandi bakteríur eða veirur hafi gert sig heimakomnar á svæðinu.
Aðgerðir vegna COVID 19
Mánar hafa almennt skipt hefðbundnum hreinsiefnum út fyrir bakteríu- og veirudrepandi efni sem staðfest er að vinni á coronavírusnum (SARS Cov 2)
Fyritæki og húsfélög:
Starfsfólk okkar leggur nú höfuð áherslu á svæði og fleti sem margir koma í snertingu vbæði hjá húsfélögum og fyrirtækjum. Kranar, handföng, hurðahúnar, handrið o.s.frv.
Aukin þjónusta:
Mánar bjóða viðskiptavinum aukna þjónustu vegna faraldursins sé þess óskað. Þá er unnið er bæði eftir ákveðnum verkferlum þar sem lögð er áhersla á snerti fleti og/eða eftir sérstökum óskum viðskiptavina.
Ráðgjöf:
Mánar eru með heilbrigðismenntaðan starfsmann í fullri vinnu sem m.a. sinnir ráðgjöf á sviði sýkingavarna.
Sendu inn fyrirspurn eða hringdi í síma 564-6005