Við hjá Mánum munum von bráðar taka við þrifum hjá ykkar húsfélagi í samstarfi við Fjöleignir.
Okkar markmið er að veita ávallt 100% þjónustu og langar okkur því að hitta á þig eða einhvern frá þínu húsfélagi og fara yfir málin.
Við leggjum mikið upp úr góðum vinnubrögðum, góðri þjónustu ásamt reglulegu gæðaeftirliti með þjónustunni. Þegar nær dregur langar okkur að kíkja í heimsókn og hitta ykkur til að gera þetta aðeins persónulegra og fá allt á hreint fyrir gott samstarf.
Hlökkum til að starfa með ykkur.
Með kveðju, Kári Þráinsson, framkvæmdastjóri Birkir Þór Högnason , Gæða og þjónustustjóri