top of page

Mannauðsstefna

Starfsfólk Mána ehf. er mikilvægasta auðlind fyrirtækisins og lykill að góðum árangri. Við leggjum áherslu á að skapa eftirsóknarverðan vinnustað með góðum starfsanda og jöfnum tækifærum. Við trúum því að aukin starfsánægja komi fram í framúrskarandi þjónustu. 

Starfsumhverfi

Við leggjum áherslu á að Mánar ehf. sé eftirsóknarverður vinnustaður. Þar ríki jákvætt og létt andrúmsloft þar sem stafsfólk finni sig velkomið öllum stundum. Skilvirkir verkferlar, markviss miðlun upplýsinga og góð samvinna skulu tryggja að stjórnendur og starfsfólk upplifi mikilvægi sitt innan fyrirtækisins. Að auki stuðlum við að góðum starfsanda með ýmsum viðburðum.

Ráðningar og móttaka nýliða

Mánar ehf. leitast við að ráða hæfasta umsækjandann í allar stöður.  Við tökum vel á móti nýju starfsfólki, kynnum fyrir því fyrirtækið og leggjum saman af stað inn í samstarfið. Stjórnendur skulu leggja áherslu á frekari fræðslu innan fyrirtækisins.

Jafnrétti

Stjórnendur og starfsfólk skulu metin að verðleikum sínum og hafa jafna möguleika til framgangs. Öll skulu njóta sömu réttinda í starfi og til starfsframa óháð kyni, kynvitund, kynhneigð, aldri, uppruna eða lífsstíl. Með þessu móti getur starfsfólk starfað í þeirri vissu að hvert og eitt njóti sömu virðingar, það sé eingöngu metið út frá málefnalegum sjónarmiðum og hafi jöfn tækifæri innan fyrirtækisins. Með sama hætti skal jafnræði ríkja í launum starfsfólks óháð stöðu.

Jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Stjórnendur og starfsfólk skulu njóta jafnvægis milli starfs og einkalífs eins og frekast er kostur. Reynt er eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir starfsfólks varðandi sveigjanleika vegna fjölskylduaðstæðna. Starfsfólk er hvatt til að deila ábyrgð fjölskyldu- og einkalífs með sínum nánustu og hvetur fyrirtækið til þátttöku maka og barna í félagslífi starfsmanna þegar það á við.

bottom of page