top of page

Við höfum komið upp frábærri aðstöðu og tækjum sem gera okkur kleift að vinna verkið tímanlega með hefðbundnum hreinsunaraðferðum, hreinu íslensku vatni og mildum umhverfisvænum efnum.
Við bjóðum ekki upp á þurrhreinsun að svo stöddu. Ef þú ert í vafa hvort hreinsa má mottuna þína, ekki hika við að hafa samband við okkur fyrst.
Sótt og skilað
Við bjóðum upp á þá þjónustu að sækja til þín motturnar, hreinsa þær og skila þeim svo aftur til þín. Þjónustan er í boði á Höfuðborgarsvæðinu og við höfum nú bætt Hveragerði og Selfossi í hópinn.
Stefnan er að bjóða þjónustuna á fleiri svæðum með tíð og tíma.
Sendingagjald er 3.500 kr, en fellur það niður ef hreinsun fer yfir 15.000 kr.
Komdu inn á heimasíðu Castus og skoðaðu þjónustuna nánar

bottom of page