Við höfum komið upp frábærri aðstöðu og tækjum sem gera okkur kleift að vinna verkið tímanlega með hefðbundnum hreinsunaraðferðum, hreinu íslensku vatni og mildum umhverfisvænum efnum.

Við bjóðum ekki upp á þurrhreinsun að svo stöddu.  Ef þú ert í vafa hvort hreinsa má mottuna þína, ekki hika við að hafa samband við okkur fyrst.

 

Sótt og skilað

Við bjóðum upp á þá þjónustu að sækja til þín motturnar, hreinsa þær og skila þeim svo aftur til þín.​ Þjónustan er í boði á Höfuðborgarsvæðinu og við höfum nú bætt Hveragerði og Selfossi í hópinn. 

​Stefnan er að bjóða þjónustuna á fleiri svæðum með tíð og tíma.

​Sendingagjald er 3.500 kr, en fellur það niður ef hreinsun fer yfir 15.000 kr.

Komdu inn á heimasíðu Castus og skoðaðu þjónustuna nánar

large.png