top of page

um fyrirtækið

home keys_edited.jpg

​Í upphafi ársins 2016 stofnuðu hjónin Kári Þráinsson og Birna Bogadóttir fjölskyldufyrirtæki undir nafninu Hreinsi ehf. Fyrirtækið hóf störf í heimahúsi og lék Kári öll þau hlutverk sem til þurfti fyrst um sinn. Fyrirtækið bauð strax upp á hreingerningar fyrir húsfélög og fyrirtæki og komu nýir samningar inn jafnt og þétt fyrsta árið.

​Í lok ársins hafði Hreinsi ehf. vaxið það vel að tími var kominn á húsnæði, bíla og fasta starfsmenn.  Í byrjun árs 2017 var því fyrirtækið komið með starfsfólk í fulla vinnu og vel byrgt af tækjabúnaði til þess að mæti aukinni þjónustuþörf.  Þá var á sama tíma tekin sú starfsmanna- og launastefna að ráða eingöngu fólk beint til fyrirtækisins og aldrei frá starfsmannaleigum auk þess að bjóða alltaf kjör umfram almenna kjarasamninga.

Á árunum 2017 og 2018 hélt fyrirtækið áfram að vaxa og dafna og starfsemin varð sí fjölbreyttari.  Lagði fyrirtækið kapp við að verða við eftirspurn viðskiptavina og lagði aukna áherslu á ýmis sérverkefni eins og teppahreinsun og iðnaðar þrif.

 

Með þessari auknu eftirspurn og vexti var um haustið 2019 kominn tími á að ráða gæðastjóra til þess að ná aukinni yfirsýn yfir gæði þjónustunnar. 
Var því hafist handa við að setja upp nýtt og öflugt gæðakerfi samhliða töluverðri aukningu í starfsmannafjölda. 
Þessu var svo fylgt eftir með ráðningu verkefnastjóra í byrjun árs 2020.

Þar sem umfang þjónustuþátta Hreinsi ehf. hafði aukist mikið frá upphafi og náði nú orðið út fyrir þann ramma að sinna eingöngu hreingerningu, var svo ákveðið á fyrri hluta ársins 2020 að skipta um nafn á fyrirtækinu. 


​Nýja nafnið var Mánar ehf.  Þar sem Hreinsi var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki og stefna þess ávallt verið að veita persónulega þjónustu var nafnið sótt innan fjölskyldunnar, en synir Kára bera báðir millinafnið Máni.

IMG_0855.jpeg

Mánar ehf. flutti svo í stærra húsnæði í nóvember 2020. Þar er skrifstofa og afgreiðsla Mána til húsa á annari hæð, ásamt deildinni okkar Castus sem sér um alla djúphreinsiþjónustu fyrirtækisins.

bottom of page